„Þau vilja norræn andlit, norrænt hár og norræna list“

Sólveig Ásta Sigurðardóttir fjallar um Langston Hughes og norræna nýlendustefnu. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot sem nú stendur yfir í Gerðarsafni, en fyrirlesturinn hefst í Gerðarsafni kl. 12:15 miðvikudaginn 22. febrúar.

Í upphafi 20. aldar fjallaði bandaríski höfundurinn Langston Hughes um áhrif norrænnar nýlendustefnu á kynþáttahyggju. 

Í Menningu á miðvikudögum ræðir Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur, um tilraunir Hughes til að draga fram virkni hvítleika og arfleifð norrænnar nýlendustefnu í skáldskap og samfélaginu. 

Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. 

Aðgangur á fyrirlesturinn er ókeypis og öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. 

Sólveig Ásta Sigurðardóttir er stundakennari við íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í ensku og bókmenntum frá Rice-háskóla í Bandaríkjunum, er meðlimur í kvenna- og kynjafræðistofnun skólans auk þess að vera þátttakandi í norræna rannsóknarverkefninu „Transatlantic Slavery and Abolition in the Nordic Region, 1700-1920“.

Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar