Fjölbreytt dagskrá í boði í vetrarfríi grunnskóla í Kópavogi

Grunnskólar í Kópavogi eru í vetrarfríi dagana 23. og 24. febrúar. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Bókasafni Kópavogs, aðalsafni og Lindasafni, Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu í vetrarfríinu: Smiðjur, kvikmyndasýningar og ókeypis á sýningar. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

 Fimmtudagur 23. febrúar

** Bókasafn Kópavogs – aðalsafn **

11:00 – 12:45
Teiknimyndin Áfram (Onward) verður á stóra tjaldinu í fjölnotasalnum á fyrstu hæð fyrir bíóþyrsta gesti.

13:00 – 15:00
Spilavinir mæta á aðalsafn með æsispennandi borðspil fyrir krakka á öllum aldri.

** Lindasafn **

13:00-15:00
Armbandasmiðja þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum.

** Gerðarsafn **

13:00 – 15:00
Grímugerðarsmiðja með Auði Ómarsdóttur og Kristínu Karólínu Helgadóttur.

Föstudagur 24. febrúar

** Bókasafn Kópavogs – aðalsafn **

11:00-13:00
Litrík perlusmiðja á 1. hæð. Perlaðu allt það sem hugurinn girnist!

Ókeypis er á sýninguna Tracing Fragments (Að rekja brot) í Gerðarsafni fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Á Náttúrufræðistofu er hægt að skoða heiminn í gegnum innsetningu ÞYKJÓ, Sjónarspil, og kynnast fjölbreyttum dýrum og lífverum á grunnsýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins