Sumarlesturinn fer frábærlega í gang!

Linda Rós, 7 ára, er fyrsti vinningshafinn

Sumarlesturinn er kominn vel í gang og hátt í 200 börn þegar búin að skrá sig til leiks. Einn vinningshafi er dreginn út í hverri viku og fyrsti vinningshafinn okkar var hún Linda Rós, 7 ára. Hún fékk bók að gjöf. Vert er að minnast á að dregið verður út í hverri viku og borgar sig því að taka þátt og vera duglegur að lesa í sumar. Ótrúlega einfalt er að vera með. Það eina sem þarf að gera er að fara inn á www.sumarlestur.is. Allar nánari upplýsingar er að finna þar og flott að minna á að öll börn undir 18 ára eiga rétt á ókeypis bókasafnskorti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar