Fékk sokkapar frá söluaðilanum í skaðabætur vegna kaupa frúarinnar

Hlaupár er ný verslun með hlaupa- og útivistarvörur í Rjúpnasölum 1

Hlaupár er ný verslun með hlaupa- og útivistarvörur. Í upphafi var einungis um netverslun að ræða en nú hefur Hlaupár opnað verslun í Rjúpnasölum 1 í Kópavogi.

Vöruúrvalið er fjölbreytt, litríkt og skemmtilegt og mikið af nýjungum í samanburði við það sem hefur áður verið á íslenskum markaði. Flaggskipið er fatnaður frá franska framleiðandanum UGLOW hefur verið gríðarlega vinsæll þá helst hlaupajakkar í fjölbreyttum litum þar sem áhersla er á sýnileika, COROS útivistarúr, JOHAUG ullarfatnaður, SCARPA skór og margt fleira.

Eigendur Hlaupárs eru Þórdís Wathne og Hlynur Guðmundsson, en þau eru stöðugt á ferðinni, hvort sem það er að hlaupa um Heiðmörkina, hjóla niður í bæ eða bara að ganga út í búð.

Er alin upp við að vera mikið úti og láta veðrið aldrei stoppa sig

Þórdís segir að það sé ekkert sem stoppi þau að hreyfa og síst veðrið, en er þá ekki mikilvægt að vera í góðum íþróttafatnaði? ,,Ég er alin upp við það fara í göngutúr með mömmu um hverfið nánast á hverjum degi, sama hvernig veðrið var. Ég er því alin upp við að vera mikið úti og láta veðrið aldrei stoppa sig. Ég hef svo gert það sama með mín börn. Í raun finnst mér allt veður skemmtilegt, bara gaman að það sé ólíkt og ef maður er vel búin er enn meiri áskorun að fara út í rok og rigningu og maður kemur enn hressari til baka.”

Fallegur UGLOW jakki

Mér leist svo vel á hann að ég gat ekki hætt

Hvernig kom það til að þið ákváðu að opna verslun í Rjúpnasölum? ,,Í október fyrir einu og hálfu ári síðan vorum við Hlynur stödd á Ítalíu í keppnishlaupi. Þar sáum við bás með UGLOW fatnaði og ég kom heim með fulla ferðatösku af fatnaði. Það er nú ekki oft sem maður dressar sig upp af fatnaði sem maður hefur aldrei séð áður en mér leist bara svo vel á hann að ég gat ekki hætt. Hlynur fékk sokkapar frá söluaðilanum í skaðabætur við kaup frúarinnar. Fatnaðurinn reyndist svo vel að við höfðum samband við framleiðandann og hann var til í slaginn með okkur. Einungis 3 mánuðum frá hugmyndinni var heimasíðan komin upp og vörurnar komnar til landsins.”

Áherslan er á fatnað og búnað fyrir útivist, aðallega hlaup og göngur

En hvað bjóðið þið upp á á vefverslun ykkar, hlaupar.is? ,,Áherslan er á fatnað og búnað fyrir útivist, aðallega hlaup og göngur. Við erum sífellt að bæta við fatnaði og búnaði og nýjum vörumerkjum. En það eru tvær megin reglur, annars vegar að allt er þetta fatnaður og búnaður sem við notum sjálf og höfum prófað í einhvern tíma og hins vegar að fatnaðurinn sé einstaklega smart og klæðilegur. Við handveljum því allt inn í verslunina með þetta í huga.”

Úrvalið er fjölbreytt af hlaupa- og útivistarvörum

Það er sífellt að koma eitthvað nýtt og spennandi

Er mikil þróun í þessum búnaði? ,,Já það er sífellt að koma eitthvað nýtt og spennandi. Sem dæmi má nefna að við sjáum að margir hlauparar hafa ekki verið að nota vatnshelda hlaupajakka sem okkur finnst mjög mikilvægt á blautum dögum. Salan á UGLOW jökkunum hefur verið framar öllum vonum og fólk almennt mjög ánægt,” segir Þórdís.

Er mikill munur á búnaði fyrir hlaup og göngur? ,,Í raun nýtist hlaupabúnaðurinn vel fyrir gangandi fólk. Hann er oft léttur og þægilegur. Við erum t.d. með SCARPA hlaupaskó sem eru einstaklega léttir og þægilegir fyrir göngur en svo erum við einnig með háa gönguskó fyrir erfiðari göngur. Ullarvörurnar okkar nýtast mjög vel bæði í hlaup og göngur. Sama á við um göngustafina, við erum með hefðbundna göngustafi en einnig hlaupastafi sem nýtast fyrir göngur og þá eru þeir úr Koltrefjum og því einstaklega léttir. Í vetur voru höfuðljósin mjög vinsæl bæði fyrir hlaup og göngur.”

Hreyfing alltaf verið hluti af lífinu

Og á hreyfingin allan hug ykkar; hvenær byrjuðu þið að hreyfa ykkar? ,,Ég æfði íþróttir sem krakka og hreyfing hefur alltaf verið hluti af lífi mínu alla tíð. Ég byrjaði svo að hlaupa árið 2015. Ég hafði þá fylgst með Hlyni í nokkrum keppnishlaupum og fann stemninguna. Það er það sem heldur mér við hlaupin. Keppnishlaupin eru svo skemmtileg en þar eru allir á sínum forsendum. Ég er meira að gera þetta til að hafa gaman en Hlynur er mikil keppnismaður og hann slær aldrei slöku við í keppninni,” segir hún og bætir við: ,,Hlynur var í fótbolta sem krakka og alltaf verið aktívur. Hann byrjað að fikta við hlaup árið 2012 og gat þá ekki hlaupið 2 km. Með keppnisskapið að leiðarljósi og mikinn áhuga fór hann úr því í að komast ekki þessa 2 kílómetra í að verða hörku hlaupari, á stuttum tíma. Þar má nefna að í fyrsta 10 km hlaupinu sem hann hljóp fór hann undir 38 mínútur. Hann tekur þátt í mörgum hlaupum á hverju ári endar er skemmtilegt hvað það er orðið mikið í boði. Við miðum sumarfríin okkar alltaf út frá þeim hlaupum sem í boði eru. Við munum því taka þátt í hlaupi í öllum landshlutum á þessu ári. Okkur finnst einstaklega skemmtilegt að hvetja þá sem koma í búðina okkar að taka þátt. Best er að velja eitt hlaup á hlaupadagskrá www. hlaup.is og þá er maður búin að setja sér markmið. Ef maður er byrjandi getur maður sett markmið á 5 eða 10 km hlaup til að byrja með. Ef maður er búin/nn að skrá sig þá er meiri líkur á að maður fari af stað.”

Erum smá dellufólk

Og er skemmtilegra að hreyfa sig í góðum græjum? ,,Já, við erum bæði smá dellufólk þegar kemur að þessu. Þegar maður er duglegur að hreyfa sig þá á maður líka smá skilið að eiga góðan búnað.”

Það er óhætt að segja að JULBO gleraugun hafa gengið langt umfram væntingar. Fólk er að nota þau í fjölbreytta hreyfingu. Við erum með týpur sem aðlagast birtuskilyrðum, dekkjast í sól og lýsast í myrkri og þannig hægt að nota þau allan ársins hring

Tekur það langan tíma að fá vöruna afhenta þegar búið er að panta á netinu? ,,Oftast koma sendingarnar samdægurs eða daginn eftir hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með sendla sem keyra út fyrir okkur og þjónustustigið þeirra er frábært. Við göngum og hlaupum með þær vörur sem eru í nágrenninu því okkur finnst það skemmtilegt, gott fyrir umhverfið og í anda þess boðskap sem við erum að miðla. Það sem fer út á land fer í Póstinn samdægurs eða daginn eftir. Þetta er því hröð og góð þjón-usta sem viðskiptavinir hafa verið mjög ánægðir með.”

JULBO gleraugun og UGLOW jakkarnir gríðarlega vinsælir

Hvað hefur verið vinsælast hjá ykkur núna í sumarbyrjun? ,,Það er óhætt að segja að JULBO gleraugun hafa gengið langt umfram væntingar. Fólk er að nota þau í fjölbreytta hreyfingu. Við erum með týpur sem aðlagast birtuskilyrðum, dekkjast í sól og lýsast í myrkri og þannig hægt að nota þau allan ársins hring. UGLOW jakkarnir eru gríðarlega vinsælir og SCARPA, bæði hlaupa- og gönguskór að koma sterkir inn. Svo kemur hópur af fólki í leit að hinum ýmsu smá-hlutum eins og sokkum og eyrna-böndum og gjöfum enda erum við með fínt úrval þar.”

Og svo er bara að koma við í Rjúpnasölum eða fara á hlaupar.is og skoða úrvalið? ,,Já, úrvalið er orðið nokkuð gott og við erum sífellt að koma með nýjungar,” segir Þórdís.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar