Stoltur styrktaraðili Símamótsins

Um helgina fer árlega Símamótið fram og er Síminn sem áður afar stoltur styrktaraðili þess. Við höldum áfram að slá þátttökumet og stefnir enn á ný í fjölmennasta íþróttaviðburð ársins á Íslandi. Yfir 3.000 iðkendur koma saman í Kópavoginum til að spila yfir 1.600 leiki þessa skemmtilegu helgi, en það er auðvitað frábært utanumhald og skipulag af hálfu Breiðabliks sem lætur allt ganga smurt fyrir sig, ár eftir ár.

Enn og aftur gleðjumst við yfir því að áður gildandi samkomutakmarkanir setji ekki strik í reikninginn og er því full ástæða til að gleðjast saman þessa helgi. Sem áður verða þrír vellir í beinum útsendingum á Síminn Sport og verða útsendingarnar opnar öllum. Við hvetjum því alla til að fylgjast með stelpunum okkar sýna sína snilldartakta á vellinum, hvort sem það sé á staðnum, eða heiman frá. Leikirnir verða aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni eftir mótið.

Hjá okkur í Símanum er það einlægt markmið að setja upp skemmtilegt og eftirminnilegt mót og ekki síður góða upplifun fyrir allar okkur mögnuðu fótboltakonur og fjölskyldur þeirra. Margar eru að taka sín fyrstu skref í fótbolta á þessu móti og vonum við að mótið verði áfram hvatning fyrir okkar stelpur til að halda áfram í boltanum og láta draumana rætast.

Við óskum Blikum, öllum keppendum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þetta frábæra mót og viljum nýta tækifærið til að hvetja alla til að upphefja stelpurnar okkar og hafa jákvæða stemningu í fyrirrúmi. Það er mikil lukka að taka þátt í svona góðu samstarfi við Breiðablik og hlökkum mikið til að sjá ykkur öll í Kópavoginum 7.-10. júlí.

Áfram stelpur!

Inga María Hjartardóttir
Verkefnastjóri Símamótsins hjá Símanum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar