Sópuðu broskarl

Tæp 1.500 unglingar eru í Vinnuskóla Kópavogs í sumar. Það er svipaður fjöldi og í fyrra en mikil aukning frá árinu 2019 þegar 930 unglingar voru í Vinnuskólanum. Fyrsti dagur unglinga sem fædd eru 2004 var mánudagurinn 31. maí en þann 14. júní slógust grunnskólanemendur í hópinn. 

Friða, Helga, Arnrún, Katla og broskarlinn góði

Vinnuskólinn er fyrir 14 til 17 ára unglinga og fer vinnutími og kaup eftir aldri. Lögð áhersla á að veita nemendum jákvæða innsýn í atvinnulífið. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Þeim er kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu. Auk verkefna við umhirðu á bæjarlandi og fleiri starfa er boðið upp á ýmis konar námskeið fyrir nemendur á tímabilinu.

Þær Fríða, Helga, Arnrún og Katla er margt til lista lagt, en þær nýttu kaffitímann sinn sl. miðvikudag til að skapa listaverk á bílaplaninu við Vatnsendaskóla með kústi einum saman. Það má eiginilega segja að þær hafa sópað þennan jákvæða og flotta broskarl. Annars voru stelpurnar nýbyrjaðar í vinnuskólanum en þær er 15 og 16 ára og voru að klára grunnskólann og framhaldsskólinn býður að hausti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar