Sumarfjör er leikjanámskeið á vegum Garðabæjar fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára. Námskeiðin eru haldin í Sjálandsskóla, Hofsstaðaskóla, Flataskóla, Urriðaholtsskóla og Álftanesskóla. Námskeiðið er ókeypis en takmarkað pláss er í boði.
Hægt er að velja um námskeið fyrir hádegi (10:00 – 12:00) eða eftir hádegi (13:00 – 15:00). Hvert námskeið er vikulangt, hefst á mánudegi og lýkur á föstudegi og skráningu lýkur klukkan 12:00 á föstudegi fyrir komandi vikunámskeið. Námskeiðin eru í boði til 30. júlí 2021.
Frekari upplýsingar um leikjanámskeiðið eru á fésbókarsíðu námskeiðsins Sumarfjör – Námskeið 2021 en þar er hlekkur í skráningu á námskeiðið.
Sumarfjör er leikjanámskeið sem er haldið við grunnskóla Garðabæjar þar sem leiðbeinendur eru starfsmenn á aldrinum 18-25 ára í sumara-tvinnuátaki Garðabæjar.