Skyndihjálp á Bókasafni Kópavogs

Ólafur Ingi Grettisson, slökkviliðsmaður og skyndihjálparkennari, kennir foreldrum helstu atriði í skyndihjálp á foreldramorgni þann 2. febrúar n. k. á milli kl. 10:00 – 11:00 og fer kennslan fram í fjölnotasalnum á 1. hæð aðalsafns. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.

Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar