Tónlistarnæring í formi sönglaga

Miðvikudaginn 1. febrúar klukkan 12:15 fer fram Tónlistarnæring í formi sönglaga eftir John Speight en tónleikarnir fara fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Það eru söngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson ásamt píanóleikaranum Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur sem flytja lögin sem samin eru við ljóð eftir Shakespeare, Stefán Hörð Grímsson, Njörð P. Njarðvík, Ingibjörgu Haraldsdóttur og Ingunni Snædal.

Tónleikarnir eru ókeypis en það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar sem stendur að tónleikaröðinni Tónlistarnæring.

John Speight er ættaður frá Norður-Englandi en býr á Álftanesi. Hann nam söng og tónsmíðar við Guildhall School of Music and Drama. John starfaði sem söngvari eftir að hann flutti til Íslands en undir lok áttunda áratugarins fór hann að semja í meira mæli svo sem klarinettukonsert, sinfóníu auk verka fyrir kammerhópa, kóra, einleikara og söngvara.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar