Breiðablik bætti við nýjum kafla í knattspyrnusögu Íslands þegar liðið tryggði sér fyrsta íslenskra liða í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, en það gerðu þær með því að leggja króatíska meistaraliðið Osijek nokkuð öruglega að velli, 3-0 sl. fimmtudag á Kópavogsvelli.
Á mánudaginn var síðan dregið í riðla fyrir 16-liða úrslitin og drógst Breiðablik í B-riðil með stórliðunum Paris Saint-German og Real Madrid ásamt úkraínumeisturunum, WFC Kharkiv.
Paris var staðsett í efsta styrkleikaflokki, Breiðablik í öðrum styrkleikaflokki, Madrid í þriðja og Kharkiv í fjóðra og neðsta. Spilað er heima og að heiman við öll þrjú liðin, samtals sex leikir.
Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan hjá stúlkunum í Breiðablik.
Mynd: Blikar dregnir úr pottinum fyrir 16 liða úrslit Meistardeildarinnar