Handverk í Jónshúsi

Um þessar mundir stendur yfir handverkasýning Ingibjargar Jónsdóttur í Jónshúsi, en sýningin er öllum opin og stendur hún til loka september.

Ingibjörg Jónasdóttir er fædd 11.7.1951, dóttir Auðar Vigfúsdóttir hárgreiðslumeistara og Jónasar Þórðarsonar framreiðslu-manns. Ingibjörg er gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Verknáms þar sem handavinna var aðalgreinin. Hún hefur starfað sem bókari frá 1969 og er enn að vinna.

Mæðgurnar sátu saman og saumuðu

,,Ég hef gert handavinnu síðan 1959 því þá lærði ég að prjóna og síðan að sauma. Ég byrjaði fyrst á að sauma áteiknað og í kringum 12 ára aldur fór ég að telja út og hef ekki stoppað síðan. Til margra ára sátum við mæðgunar, systir mín og amma okkar og saumuðum einu sinni í viku og ég ein þess á milli. Ég notaði allan frítíma í saumaskap,” segir hún og bætir við: ,,Ég hef einnig lært bútasaum og postulínsmálningu, en útsaumur er nr. 1 hjá mér. Eftir mig liggur fjöldinn allur af handavinnu sem ég hef gefið bæði til ættingja og vina,” segir hún en Ingibjörg hefur búið í Garðabæ síðan 2018.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar