Sigríður Hagalín gestur í Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! á aðalsafni Bókasafns Kópavogs fær góðan gest til sín á næsta fundi hópsins miðvikudaginn þann 30. nóvember kl. 16:00. Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur kemur og ræðir nýjustu bók sína, Hamingja þessa heims. Hist verður í fjölnotasal bókasafnsins á 1. hæð og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist á aðalsafni Bókasafns Kópavogs annan hvern miðvikudag og ræðir hinar fögru orðlistir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar