Sígild íslensk dægurlög á hádegistónleikum á bókasafninu

Á morgun, fimmtudaginn 29. febrúar koma þau Einar Örn Magnússon og Gunnur Arndís Halldórsdóttir fram á hádegistónleikum á Bókasafni Kópavogs, annarri hæð, og flytja sígild íslensk dægurlög á sinn einstaka hátt.

Tónleikarnir hefjast kl. 12, standa yfir í um hálfa klukkustund erum öllum opnir á meðan húsrúm leyfir en tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Bókasafns Kópavogs og Tónlistarskóla FÍH.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar