80 leikskólapláss laus í Garðabæ – mönnunarvandi og herferð hefst á morgun

,,Mönnun leikskóla hefur reynst okkur, líkt og öðrum sveitarfélögum, krefjandi verkefni. Í vetur hefur af þessum ástæðum gengið verr að innrita börn en vonir stóðu til í haust. Staðan í dag er sú að við eigum ríflega 80 leikskólapláss sem ekki eru nýtt vegna manneklu en það horfir til betri vegar,” segir Ásta Sigrún Magnúsdóttir, samskiptastjóri Garðabæjar í viðtali við Garðapóstinn, sem kemur út í fyrramálið um stöðu leikskólamála í Garðabæ, en á morgun hefst viðbótarátak og auglýsingaherferð hjá Garðabæ til að ráða starfsfólk til vinnu við leikskólana.

Ýmis fríðindi í boði fyrir starfsfólk leikskólanna

,,Við auglýsum allar stöður sem eru lausar við leikskólana, en í dag hefjum við að auki sérstakt viðbótarátak og hvetjum fólk til að kynna sér störf í leikskólum Garðabæjar, sem eru fjölbreytt og vinnuumhverfið faglegt og gott. Þetta eru mikilvæg störf, enda erum við að leita að fagfólki til að byggja upp næstu kynslóð. Við erum meðal annars að bjóða upp á forgang á leikskólapláss fyrir starfsfólk leikskóla, afslátt af leikskólagjöldum, styrki til að mennta sig í leikskólafræðum og ýmislegt fleira,” segir Ásta Sigrún, en hægt er að lesa viðtalið við hana í Garðapóstinum í fyrramálið og inn á: www.kgp.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar