Rödd barnanna og tillögur þeirra þáttur í dagskrárgerðinni

Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla

Í sumar verður í fyrsta sinn boðið upp á Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla. Um er að ræða tilraunaverkefni fyrir börn í Kópavogi fædd 2011 – 2014.
 
Forstöðu fyrir Sumarfrístund veita tómstunda – og félagsamálafræðingarnir Birta Baldursdóttir og Róshildur Björnsdóttir (Sjá mynd). Aðrir starfsmenn hafa starfað í Hörðuheimum og hafa mikla reynslu og þekkingu á starfinu.

Lærdómur, leikur og gleði

Að sögn Birtu og Róshildar verður í Sumarfrístundinni lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. ,,Metnaður verður settur í að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega þar sem rödd barnanna og tillögur þeirra verða þáttur í dagsskrárgerðinni. Þannig geta allir fundið viðfangsefni við hæfi,“ segir Birta.

Ýmis ævintýri í nærumhverfinu

,,Helstu verkefni í Sumarfrístund einkennast á útivist, hreyfingu, leikjum, ferðum, íþróttum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu. Þá verður lesið, föndrað, spilað, stuðlað að frjálsum leik og fl. sem fellur til á hverju námskeiði,“ bætir Róshildur við. 
 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins