Fer inn í ísskápa og kíkir í töskur landsmanna

Sýning Kristínar Þorkelsdóttur – OPNUN – í Hönnunarsafni Íslands

Fáir hér á landi hafa skilað af sér jafn mörgum listaverkum, sem tekið er sem sjálfgefnum, og hönnuðurinn Kristín Þorkelsdóttir. Verk hennar hafa verið hvað mest áberandi við hinar hversdagslegustu aðstæður, svo sem inni í ísskápum landsmanna, ofan í töskum þeirra eða við hefðbundið borðhald. Þó má einnig finna verk Kristínar á jafn óaðgengilegum stöðum og í læstum öryggishirslum Seðlabanka Íslands. Enda er Kristín bæði hönnuður fjölmargra umbúða um matvæli og höfundur núgildandi peningaseðlaraðar, sem hún vann að ásamt hönnuðinum Stephen Fairbairn. Þá hefur Kristín hannað urmul auglýsinga, bækur og ýmis þjóðþekkt merki, sem mörg hafa verið í notkun í yfir fimm áratugi.


Að baki hvers þjóðþekkts verks Kristínar liggja ógrynni af skissum, tilraunum og pælingum, sem ekki hefur verið safnað saman til sýningar fyrr en nú. Á sýningunni má því sjá kunnuleg og áður óséð verk, sem samanlagt umbreyttu smátt og smátt ungri myndlistarkonu í einn helsta brautryðjanda landsins á sviði grafískrar hönnunar. Sýningin opnar 20. maí kl. 12 í Hönnunarsafni Íslands.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins