Íþróttaráð reiknar leigu af afnotum íþróttamannvirkja íþróttafélaganna
Á síðasta fundir íþróttaráðs var lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2020.
Þar kemur meðal annars fram að reiknuð leiga fyrir HK af afnotum að íþróttamannvirkjum bæjarins nemur rúmum hálfum milljarði eða 526.883.465 kr. og þar á eftir kemur Breiðablik með 501.513.783, en þessi tvö lang fjölmennustu íþróttafélög bæjarins eru nokkkuð sér á báti ásamt Gerplu, sem er með 221.881.416 kr. í reiknaða leigu fyrir árið 2020.
Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.
Reiknuð leiga vegna 2020 er að upphæð 1.300.650.624,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþrótta-félögin:
HK 526.883.465,
Breiðablik 501.513.783, Gerpla 221.881.416,
Hvönn 12.909.312,
DÍK 4.481.198,
Glóð 3.542.965,
Stálúlfur 11.291.766,
Ísbjörninn 1.178.845,
Augnablik 880.393,
Vatnaliljur 880.393,
Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 6.454.656 og
Skotíþróttafélag Kópavogs 8.752.431,- kr.