Umferðin í framhjáhlaupi!

Snemma í morgun var byrjað að hleypa umferð um Hafnarfjarðarveg, á milli gatnamóta Lyngáss og Vífilsstaðavegar, um framhjáhlaup sem hefur verið útbúið og liggur utan vinnusvæðis þar sem framkvæmdir standa nú yfir við gerð undirganga. Þær framkvæmdir hófust strax í morgun þegar umferðinni var hleypt í gegnum framhjáhlaupið. Reiknað er með að vinnan við undirgöngin taki í mesta lagi 3 mánuði og því ætti umferðin að komast aftur á í byrjun ágúst.

Vinna hófst strax í morgun við gerð undirganga undir Hafnarfjarðarveginn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar