Óræð lönd í Gerðarsafni

Laugardaginn 11. september opnaði sýningin Óræð lönd: Samtöl úr sameiginlegum víddum í Gerðarsafni en Eliza Reid forsetafrú opnaði sýninguna. 
 
Yfirlitssýningin markar 20 ára samstarf listamannanna Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson sem eru í fararbroddi samfélags- og rannsóknarlistar og má líta á verk þeirra sem samtal milli hins mannlega og hins ekki-mannlega.
 
Sýningin er fyrsta yfirlitssýning á verkum þeirra og á sýningunni í Gerðarsafni má sjá yfir 20 verk. Sum eru  sett fram eins og þau voru upprunalega sýnd, önnur hafa verið aðlöguð eða þróuð sérstaklega fyrir þessa sýningu.
 
Óræð lönd: Samtöl úr sameiginlegum víddum í Gerðarsafni stendur til 9. janúar 2022.

Forsíðumynd: Eliza Reid forsetafrú opnaði sýninguna, Óræð lönd

Listamenninrnir Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar