Ólafur Ingi Grettisson, slökkviliðsmaður og skyndihjálpakennari kom á foreldramorgun á Bókasafni Kópavogs í liðinni viku til að kenna foreldrum réttu handtökin í skyndihjálp. Skyndihjálp er svo sannarlega eitthvað sem er þarft að kunna og ágætt að rifja upp með reglulegu millibili. Mjög vel var mætt og einbeitt andlit foreldra einblíndu á Ólaf Inga á meðan hann talaði. Var nokkuð ljóst að foreldrum þykir gott að fræðast um réttu handtökin þegar hætta steðjar að inni á heimilinu og annars staðar. Erindi verða í boði tvisvar í mánuði á foreldramorgnum á aðalsafni í vetur og virkilega spennandi dagskrá framundan. Verið velkomin.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins