Skyndihjálp í hávegum höfð á foreldramorgni

Ólafur Ingi Grettisson, slökkviliðsmaður og skyndihjálpakennari kom á foreldramorgun á Bókasafni Kópavogs í liðinni viku til að kenna foreldrum réttu handtökin í skyndihjálp. Skyndihjálp er svo sannarlega eitthvað sem er þarft að kunna og ágætt að rifja upp með reglulegu millibili. Mjög vel var mætt og einbeitt andlit foreldra einblíndu á Ólaf Inga á meðan hann talaði. Var nokkuð ljóst að foreldrum þykir gott að fræðast um réttu handtökin þegar hætta steðjar að inni á heimilinu og annars staðar. Erindi verða í boði tvisvar í mánuði á foreldramorgnum á aðalsafni í vetur og virkilega spennandi dagskrá framundan. Verið velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar