Neyðarástand á bráðamóttöku

Við vitum aldrei hvenær næsta heimsókn okkar eða ástvina á bráðamóttökuna verður. Slysin gera ekki boð á undan sér. Við, sem íbúar eins ríkasta lands í heimi, gerum þá kröfu að fá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á þegar við lendum í alvarlegum slysum eða bráðum veikindum. Flest okkar gera ráð fyrir að svo sé. 

Það var hrollvekjandi að lesa umfjöllun Stundarinnar um ástandið á bráðamóttöku Landspítalans. Heilbrigðisstarfsfólk segir hamfaraástand ríkja vegna manneklu og fráflæðisvanda. Á göngum liggur fárveikt fólk á einni viðkvæmustu stund sem hugsast getur, dvalartími er allt að sólarhringur og fárveiku fólki og slösuðu vísað frá þar sem aðrir veikari þurfa aðhlynningu. Heilbrigðisstarfsmenn hlaupa milli sjúklinga og við þess lags vinnuaðstæður gerast óafturkræf mistök sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að lifa með, vegna þeirrar stöðu sem stjórnvöld hafa sett þau í. Svo slæmt er ástandið að fjöldi reynslumikilla lækna og hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp störfum. 

Stjórnvöld eru að tefla lífum almennings í hættu, sem og heilsu heilbrigðisstarfsfólks. Íslenskt heilbrigðiskerfi á betra skilið en smáskammtalækningar núverandi ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona. Sveltistefnan er val.

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
Höfundur skipar 3. sæti lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins