Garðbær fer fram á að ríkið taki við rekstri Ísafoldar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar gerði Gunnar Einarsson bæjarstjóri grein fyrir að með bréfi til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 18. maí sl. hafi Garðabær farið fram á viðræður við ráðuneytið um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Jafnframt upplýsti hann að ráðuneytinu hafi verið með tölvupósti, dags. 15. júní sl. tilkynnt um uppsögn Hrafnistu á samningi um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar, ásamt því að minna á beiðni um viðræður við ráðuneytið um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar