Leiktjöld litanna! Vel heppnuð Jónsmessugleði

Jónsmessugleði Grósku var sett í tólfta sinn fimmtudaginn 24. júní með þemanu „leiktjöld litanna“. Litrík listaverk voru til sýnis við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar og að þessu sinni stóð sjálf myndlistarsýningin yfir fram til sunnudagsins 27. júní kl. 18.

Auja Auður Björnsdóttir

Auk sýningarinnar voru alls konar listviðburðir á dagskrá bæði á austursvæði Strandstígsins og vestursvæði þar sem ungir listamenn í skapandi sumarstörfum Garðabæjar réðu ríkjum. Kvöldinu lauk með því að listamenn í Grósku og gestalistamenn frá Kópavogi, Reykjavík, Vestmannaeyjum og Rangárþingi ytra frömdu gjörninginn Myndun og mynduðu listaverk úr sjálfum sér.

Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, hefur staðið fyrir Jónsmessugleði í samstarfi við Garðabæ á hverju ári síðan 2009 nema hvað aflýsa þurfti gleðinni í fyrra vegna fjöldatakmarkana. Nú lögðu margir leið sína á Strandstíginn aftur og skörtuðu litríkum klæðum og höttum. Auðfundið var að Garðbæingar fögnuðu því að endurheimta Jónsmessugleði Grósku. Kvöldið einkenndist af kraftmikilli listrænni sköpun, ljúflyndum léttleika og fögnuði yfir því að hitta aftur góða vini, kunningja og annað fólk eftir einangrun og aðskilnað á ári faraldursins.

Gróska þakkar öllum sem tóku þátt í að gefa, gleðja og njóta á Jónsmessugleði 2021, gestum jafnt sem mælendum, sýnendum og öðrum listamönnum sem komu fram með hugvekjum og ljóðlist, dansi og leiklist, söng, tónlist og gjörningum.

https://www.facebook.com/groska210/
https://www.instagram.com/groskamyndlist/

Ljósmyndir tók Nanna Guðrún

Gjörningurinn Myndun
Kamma
Leiksýning Drauma
Jóhann Björn Ævarsson blés Jónsmessugleðina inn
Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari og bæjarlistamaður Garðabæjar 2020
Bjarni Bjarnason rithöfundur og bæjarlistamaður Garðabæjar 2019
Rúna K. Tetzschner
Skapandi sumarstörf
Skapandi sumarstörf
Gunnar Júlíusson
Tinna Margrét og Guðrún Ágústa flutti söngleikinn Pálmar
Leiksýning Drauma
Laufey Jensdóttir
Laufey Jensdóttir
Hilmar Hjartarson harmonikkuleikari
Söngkonan Sigurrós Arey Árnýjardóttir
Álfheiður Ólafsdóttir
Hulda Hreindal Sigurðard.
Félagar úr kór Vídalínskirkju og Jóhann Baldvinsson organisti
Verk eftir Siggu Dís
Verk eftir Birgir Rafn Friðriksson
Dáðst að verki Þórdísar Ásgeirsdóttur
Dáðist að verki Aldísar Gunnarsdóttir, en Aldís er einnig á forsíðumynd fréttarinnar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar