Minnihlutinn telur óheimilt að bæjarráð samþykki lántöku upp á 4,3 mkr án viðauka

Á fundi bæjarráðs fyrir páska var lögð fram beiðni frá fjármálasviði Kópavogsbæjar um skuldabréfaútboð samkvæmt fjárhagsáætlun 2024.

Í beiðninni kemur fram að í fjárhagsáætlun ársins 2024 var gert ráð fyrir að taka þyrfti um 4.300 m.kr. að láni og að niðurgreiðsla lána væri rúmlega 2.400 m.kr., en þá var greiðsla á 1.500 m.kr. skammtímaláni sem tekið var í lok árs 2023 ekki inni. ,,Að því láni meðtöldu er niðurgreiðsla lána á árinu 2024 rúmlega 3.900 m.kr. Vegna þyngri greiðslubyrði í upphafi árs en áætlað hafði verið var tekið skammtímalán sem er með gjalddaga í júlí 2024. Bæði þessi skammtímalán voru tekin í von um að staða á skuldabréfamarkaði myndi eitthvað vænkast þegar jafnvægi kæmist á vegna t.d. kjarasamninga og vextir færu að lækka. Á árinu 2024 eru að auki áætlaðar miklar framkvæmdir sem þarf aö fjármagna,” segir í beiðninni, en til að standa undir þessum afborgunum lána og framkvæmdum sem eru í gangi óskar fjármálsvið eftir heimild til að hefja útgáfu á markaösskuldabréfum.

Mælt með hollensku aðferðinni

,,Eftir að hafa ráðfært sig við áhugasama markaðsaðila er mælt með að ganga að tilboði Arion banka. Þeir mæltu með að Kópavogsbær stofnaði nýjan skuldabréfaflokk með lokagjalddaga eftir 25-30 ár. Vaxtakjör eru alltaf óljós fyrirfram þegar leitað er á markaðinn, en mælt er með að notuð verði svokölluð ,,Hollensk aðferð”, en hún þýðir að tekið er öllum tilboðum sem eru jöfn eða lægri en ávöxtunarkrafa sem seljandi sættir sig við. Á fylgiblaði kemur fram þóknun bankans, en að auki þarf að greiða beinan útlagðan kostnað s.s. skjalagerð, sem er útvistað og skráningargjald til Kauphallar og verðbréfamiðstöðvar. Er því óskaö eftir heimild bæjarráðs að ganga til samninga við Arion banka um skuldabréfaútboð,” segir í beiðninni.

Útgáfa markaðsskuldabréfa til 30 ára að fjárhæð 4,3 mkr. rúmast ekki innan heimilda fjárhagsáætlunar 2024 Beiðnin var samþykkt af meirihlutanum en hafnað af minnihlutanum sem lagði fram eftirfarandi bókun. ,,Bæjarstjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að bæjarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Útgáfa markaðs- skuldabréfa til 30 ára að fjárhæð 4,3 mkr. rúmast ekki innan heimilda fjárhagsáætlunar 2024 án þess að samþykktur sé viðauki. Aðstæður í þjóðfélaginu gera tilkall til þess að opinberir aðilar dragi úr umsvifum og þenslu, sem er forsenda þess að verðbólga og vextir lækki. Það er óábyrg fjármálastjórnun að draga ekki úr framkvæmdum fremur en að hækka lán, sem hafa í för með sér milljarðaútgjöld til greiðslu vaxta og verðbóta á ári hverju.”

Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk, skuldahlutfall langt undir skuldaviðmiðum

Meirihlutinn tók þá fram í bókun að fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk, skuldahlutfall langt undir skuldavið- miðum og skuldir á íbúa lægri en í sambærilegum sveitarfélögum. ,,Tillaga fjármálasviðs er skynsamleg út frá fjárstýringu og mikilvægur þáttur í að tryggja stöðuga og áframhaldandi uppbyggingu nauðsynlegra innviða eins og íþróttamannvirkja, leik- og grunnskóla. Hún eykur nettó skuldir Kópavogsbæjar óverulega og er í fullu samræmi við fjárhagsáætlun 2024.”

Óheimilt að samþykkja tillöguna Minnihlutinn tók þá fram í bókun að á fundi bæjarráðs frá 8. febrúar sl. hafi verið samþykkt heimild til að hækka lánalínu Kópavogsbæjar um 1 milljarð króna. ,,Tillagan sem nú liggur fyrir er um 4,3 milljarða króna til viðbótar. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er heildarheimildin 4,3 milljarðar króna. Því er óheimilt að sam- þykkja tillöguna, sem hér liggur fyrir án viðauka.”

Umbeðin heimild til lántöku er því innan marka

Meirihlutinn lét þá bóka að afborganir ársins 2024 séu rúmlega 3.900 milljónir króna og nettó skuldaaukning því 375 milljónir króna miðað við fullnýtta heimild. ,,Í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir að lántökur verði 4,3 milljarðar króna í árslok 2024. Umbeðin heimild til lántöku er því innan marka, jafnvel þó hún verði nýtt að fullu í fyrsta útboði. Mikilvægt er að hafa í huga að nettó skuldaaukning er óveruleg því samhliða er verið að greiða niður önnur lán þ.m.t. skammtímalán sem var tekið í upphafi árs. Meirihlutinn vill ítreka mikilvægi þess að horfa til skuldahlutfalls og sterkrar fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar.”

Minnihlutinn ítrekaði þá í bókun í lokin að heimildin sem nú er beðið um feli í sér 1 milljarð króna umfram það sem fjárhagsáætlun 2024 kveður á um.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar