Líklega óheiðarlegasti krakki í heimi

Kominn er út splunkuný barnabók, Lavander litli frá Lyosborg, eftir sagnfræðinginn, þúsundþjalasmiðinn og Kópavogsbúann Jón Pál Björnsson.

Bók Jóns Páls er hreinræktað ævintýri, eða fantasía eins og það kallast á útlenskunni, og fjallar um hinn óforbetranlega Lavander litla sem er líklegast óheiðarlegast krakki í heimi.

Þó svo að Jón Páll sé ekki innfæddur Kópavogsbúi hefur hann búið þar í rúm tuttugu ár og aldeilis skotið niður rótum í Suðurhlíðunum þar sem hann býr við einstaka veðursæld og gullfallegt útsýni til suðurs.  Að horfa yfir dalinn, Smáralind og fjöllin í fjarska er mikil hugarró og gefur endalausan innblástur.

Bókin hans er hreinræktað ævintýri, eða fantasía eins og það kallast á útlenskunni, og fjallar um hinn óforbetranlega Lavander litla sem er líklegast óheiðarlegast krakki í heimi.  Hann býr í ævintýraborginni Lyos og stundar það að svíkja, svindla, blekkja, snuða og græðir á því miklar fúlgur sem hann grefur í bakgarðinum sínum því hann treystir engum banka fyrir aurunum sínum.

En þó hann sé svona hrikalega óheiðarlegur er hann alls ekki vondur krakki.  Hann er eiginlega mjög góður, að minnsta kosti við mömmu sína, vinina sína, rottuna, sem er langbesti vinur hans og við allt fólkið sem vinnur í gamla leikhúsinu þar sem hann býr.
 
Þessi svindlarastrákur er þó ekki sjálfssprottinn því áður hefur Jón Páll sent frá sér þrjár fullorðins- fantasíur um þennan sama svikahrapp þegar hann er eldri, vitrari og miklu lúmskari.  En í Lavander litli frá Lyosborg er sagt frá hans fyrstu skrefum í farsælum, en dálítið gloppóttum ferli og sannast þar að snemma beygist krókurinn, sérstaklega ef hann er notaður til að krækja í peninga góðborgara.

Forsíðmynd: Höfundar bókarinnar og Kópavogsbúinn Jón Páll Björnsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar