Lesið á milli línanna

Bókaklúbburinn Lesið á milli línanna hefur starfsemi sína á ný þann 1. september n. k. og verða bækurnar Gestalistinn eftir Lucy Foley og Inngangur að efnafræði eftir Bonnie Garmus teknar fyrir. Brynhildur Jóns-dóttir, deildarstjóri þjónustu og Halldóra Ingimarsdóttir, bókavörður taka vel á móti ykkur í skemmtilegt og lifandi spjall um bækurnar. Kíkið endilega við á bókasafnið sem fyrst til að ná ykkur í eintak af bókunum þar sem ekki er seinna vænna að hefja lesturinn.

Hefst fundurinn kl. 16.30 og bjóðum við hressar konur á öllum aldri velkomnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar