Umhvefisviðurkenningar Garðabæjar veittar

Eigendur 5 lóða íbúðarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2021, við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi, fimmtudaginn 25. ágúst sl. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækja og stofnana fékk fyrirtækið Vistor við Hörgatún og Byggakur var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár. Sérstaka viðurkenningu fyrir að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum fengu Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Finnur Sveinsson að Brekkugötu 2.

Umhverfisnefnd Garðabæjar auglýsir ár hvert eftir ábendingum um snyrtilegt umhverfi og fer í garðaskoðun á sumrin þegar ábendingar hafa borist frá íbúum. Það voraði snemma og sumarið hefur að mestu verið milt. Tré, runnar og fjölærar plöntur hafa skartað sínu fegursta og í sumar hafa margir íbúar sinnt garðvinnunni þannig að eftir því er tekið.

Mynd: Viðurkenningarhafar á hátíðinni og fulltrúar frá Garðabæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar