Leikskólinn Urðarhóll hlaut verðlaun fyrir minni matarsóun

Verkefnið Sjálfbærni og minni matarsóun hjá heilsuleikskólanum Urðarhól í Kópavogi hlaut hvatningarverðlaun Heimilis og skóla sem veitt voru á dögunum.

Verkefnið snýr að minni matarsóun og sjálfbærnimenntun. Heilsuleikskólinn Urðarhóll er með rauðorma til að brjóta niður matarafganga og breyta í moltu. Á leikskólalóðinni eru 6 papahænur sem fá matarafganga. Foreldrar sinna hænunum um helgar og fær fjölskyldan egg að launum.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 26. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu seinni hlutann í maí. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin en auk tvennra hvatningarverðlauna voru veitt foreldraverðlaun og dugnaðarforkur Heimilis og skóla útnefndur.

Á myndinni eru Birna Bjarnarson, verkefnastjóri, Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri.

Hópurinn sem fékk hvatningarverðlaun Heimilis og skóla ásamt forseta Íslands og forsvarsmönnum Heimilis og skóla

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins