Verkefnið Sjálfbærni og minni matarsóun hjá heilsuleikskólanum Urðarhól í Kópavogi hlaut hvatningarverðlaun Heimilis og skóla sem veitt voru á dögunum.
Verkefnið snýr að minni matarsóun og sjálfbærnimenntun. Heilsuleikskólinn Urðarhóll er með rauðorma til að brjóta niður matarafganga og breyta í moltu. Á leikskólalóðinni eru 6 papahænur sem fá matarafganga. Foreldrar sinna hænunum um helgar og fær fjölskyldan egg að launum.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 26. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu seinni hlutann í maí. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin en auk tvennra hvatningarverðlauna voru veitt foreldraverðlaun og dugnaðarforkur Heimilis og skóla útnefndur.
Á myndinni eru Birna Bjarnarson, verkefnastjóri, Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri.