Leigjendur í póstnúmeri 203 greiða að meðaltali 293 þúsund kr. í leigu á mánuði

Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 í fyrra, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem HMS hefur unnið upp úr nýrri leiguskrá.

Leiguskráin, sem er hluti af Húsnæðisgrunni HMS, geymir hún nú um 21.000 samninga og heldur utan um rafræna skráningu leigusamninga. Hún hefur það að markmiði að bæta upplýsingar um leigumarkaðinn, þróun leiguverðs og lengd leigusamninga og mun hún nýtast stjórnvöldum við stefnumótun í húsnæðismálum.

Leiguverð undir 3.000 kr. á fermetir í 201 og 203 Kópavogi

Lesa má úr gögnum leiguskrár að meðalleiga á hvern fermetra á höfuðborgarsvæðinu og er lægsta meðalfermetraverðið í póstnúmerum 201 og 203 í Kópavogi og 103 í Reykjavík, en í þessum þremur póst-númerum er leiguverð undir 3.000 kr. á fermetra.

Meðalleiga er hæst í póstnúmeri 107 eða rúmlega 4.200 kr. og er fermetraverð þar 13-16% hærra en í póstnúmerum 101, 102 og 105 sem koma þar á eftir.

Heildarfjárhæð greiddrar leigu er hæst í póstnúmeri 203

Heildarfjárhæð greiddrar leigu er hins vegar hæst í póstnúmeri 203, þar sem leigjendur greiða að meðaltali 293 þúsund krónur á mánuði. Til samanburðar er meðalleiga í póstnúmeri 107 207 þúsund krónur á mánuði. Í póstnúmeri 203 má einnig finna stærstu leiguíbúðirnar, en að meðaltali eru þær um 108 fermetrar, sam- anborið við 59 fermetra meðalstærð í póstnúmeri 107, líkt og sjá má á myndinni. Líkt og myndin gefur til kynna er stærð leiguhúsnæðis ráðandi þáttur í leiguverði á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning leiguhúsnæðisins hefur þó einnig áhrif, en meðalleiguverð á hvern fermetra er hærra í póstnúmerum sem eru nálægt miðbæ Reykjavíkur.

Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins í heild sinni nemur miðgildi leiguverðs á hvern fermetra 3.269 kr. sem er 17% hærra en miðgildi fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Annars staðar á landinu var miðgildi verðs á leigu rétt rúmlega 2.000 kr. á fermetra. Marktækan mun er hægt að sjá á verði á fermetra eftir stærð íbúða og er það t.d. yfir 3.500 kr. fyrir tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu en undir 2.500 kr. fyrir fjögurra herbergja íbúð á sama svæði.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar