Leiga vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum var tæpur 1.4 milljarður

Á síðasta fundi íþróttaráðs Kópavogs var lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafé-laga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2021.

Afnot Breiðabliks og HK tæpur 1.1 milljarður

Reiknuð leiga vegna 2021 er að upphæð 1.387.798.158,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:

Breiðablik 547.310.259,

HK 532.248.083,

Gerpla 229.896.656,

Hvönn 5.595.804,

DÍK 1.799.714,

Glóð 3.031.914,

Stálúlfur 12.392.203,

Ísbjörninn 891.097,

Augnablik 431.232

Vatnaliljur 431.232,

Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 7.242.942

Skotíþróttafélag Kópavogs 8.042.200

Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar