Karen Elísabet nýr oddviti Miðflokksins og óháðra í Kópavogi

Nýr oddviti Miðflokksins og óháðra í Kópavogi er Karen Elísabet Halldórsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, en hún tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, stefndi þar á oddvitasætið, en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Ásdísi Kristjánsdóttur.

Karen hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin átta ár, og varabæjarfulltrúi í fjögur ár þar á undan.

Karen hefur mikla reynslu þegar kemur að sveitarstjórnarmálum og hefur m.a. verið formaður velferðarráðs, formaður lista- og menningarráðs, formaður öldungaráðs setið í stjórn Strætó og í stjórn jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Karen er með BA í sálfræði og MA í mannauðsstjórnun og starfar sem skrifstofustjóri

Karen á tvær dætur Júlíu 21. árs laganema og Elísu 16 ára framhaldsskólanema

,,Það er mikill styrkur fyrir Miðflokkinn að fá til liðs við sig jafn öflugan einstakling og Karen sem berst fyrir betri hag bæjarbúa alla daga,“ segir í frétt frá Miðflokknum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar