Kynningarfundur um tillögur að breyttu skipulagi í Vatnsendahvarfi

Þriðjudaginn 16. maí 2023 verður opinn kynningarfundur í sal Vatnsendaskóla um tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Vatnsendahvarfi.

Fundurinn hefst klukkan 17.00 og lýkur klukkan 18.30.

Á fundinum verða tillögurnar kynntar og starfsfólk skipulagsdeildar og skipulagsráðgjafar svara fyrirspurnum.

Fundurinn verður tekinn upp og honum streymt.

Tillögurnar og skjöl sem tengjast þeim er að finna á vef Kópavogsbæjar.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar Umhverfissviðs Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið [email protected] eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 8. júní 2023.

Mynd: Úr tillögu að breyttu skipulagi Vatnsendahvarfs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins