Í tilefni af upphafi jólamánaðarins færði Gréta Björg, deildarstjóri barnastarfs öllum leikskólum Kópavogsbæjar góða gjöf. Venjan er að leikskólarnir komi í heimsókn á jólakattarviðburð á Bókasafni Kópavogs og á Náttúrufræðistofu í desember en þar sem þörf er á að passa vel upp á alla í samfélaginu sökum Covid var ákveðið að jólakötturinn myndi færa krökkunum góða sögu í stað þess að þau kæmu til að fræðast um jólaköttinn á sjálfu safninu. Mikil gleði var fólgin í að taka rúntinn með bók og bréf um vandræði jólakattarins á hvern leikskóla og var ekki annað hægt að sjá en að mikil ánægja hafi verið með framtakið. Er bókin aðventusaga eftir Sigrúnu Eldjárn sem kom út á þessu ári og hægt að lesa einn stuttan kafla á dag um Jóa og Lóu fram að jólum. Þökkum við kærlega fyrir góðar móttökur, kæra leikskólafólk. Hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári!
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins