Jakkafataklæddir Blikar með Figó í Mónakó

Fulltrúar Breiðabliks, sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Sambanddeildarinnar í gær eftir frábæran sigur á FK Struga 1-0 á Kópavogsvelli og samanlagt 2-0 í leikjunum tveimur eru mættir til Mónakó, en dregið verður í riðla í Sambandsdeild Evrópu kl 12:30 í dag.

Á myndinni má sjá Úlfar Hinriksson Sviðsstjóra Afrekssviðs, Bjarna Sigurð Bergsson Formann mfl ráðs karla, Eystein Pétur Lárusson Framkvæmdastjóra Breiðablks og Luís Figo (Mynd Breiðablik).

Það væri ekki leiðinlegt fyrir Blika að lenda með Frankfurt, Aston Villa eða Fiorentina og HJK.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar