Garðabær fer í úttekt á stjórnskipulaginu

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að leita til ráðgjafafyrirtækisins ARCUR ehf varðandi ráðgjöf um úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar.

Markmið úttektarinnar er að rýna virkni stjórnskipulags Garðabæjar með áherslu á stoðþjónustu og meta þörf fyrir breytingar.

Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að greinargerð um niðurstöður liggi fyrir um miðjan október 2023.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar