Hugbúnaðarklasa í Kópavog

Nýsköpun og tækniþróun nútímans byggir í vaxandi mæli á forritun og hugbúnaðargerð. Störfum sem krefjast þekkingar á þeim sviðum fjölgar hratt og mikil eftirspurn er eftir fólki með slíka þekkingu.
Um allan heim vantar fólk í þennan geira.

Samfylkingin í Kópavogi vill skoða möguleika á uppbyggingu hugbúnaðarklasa í bænum þar sem fyrirtæki í hugbúnaðargeira hefðu aðstöðu til að vinna að hugmyndum sínum með samnýtingu innviða og stuðningu hvert af öðru í rannsóknum, þróun, markaðssetningu og öðru sem geiranum tengist.

Fjölgum atvinnutækifærum

Slíkur klasi gæti verið vísir að gróskumiklum hugbúnaðariðnaði í Kópavogi með vel launuðum störfum. Hentug staðsetning fyrir klasann væri á Kársnesi eða annars staðar í nálægð við Borgarlínuna sem verður í fyrsta fasa bein tenging frá Hamraborg um Kársnes og yfir Fossvog í miðborg Reykjavíkur. Þannig yrði góð tenging við háskólana sem er mikilvægt fyrir svona klasa.

Sumarnámskeið í forritun

Samfylkingin í Kópavogi vill einnig byggja ofan á gott starf í grunnskólum bæjarins sem lýtur að notkun hugbúnaðar við nám og störf með því að börnum og unglingum standi til boða sumarnámskeið í hugbúnaðargerð t.d. leikjaforritun í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki.

Erlendur Geirdal skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar