Hrekkjavökusmiðja á Lindasafni

Laugardaginn 29. október kl. 11:30 – 13:30 verður boðið upp á litríka og skemmtilega hrekkjavökustund á Lindasafni í fjölskyldustund á laugardegi. Draugaleg ljósker og ýmislegt hrekkjavökulegt verður á boðstólum og mun Anja Ísabella stýra smiðjunni og vera fólki innan handar. Þau sem hafa tök á mega gjarnan koma með glerkrukkur að heiman.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar