Jazzhrekkur og hrekkjavökusmiðjur

Þrír viðburðir tengdir Hrekkjavökunni fara fram í Menningarhúsunum næsta laugardag, 29. október.
 
Klukkan 11:30 verður boðið upp á hrekkjavökusmiðju á Lindasafni þar sem þátttakendur búa til draugaleg ljósker en leiðbeinandi er Anja Ísabella Lövenholdt. 
 
Klukkan 13 fer fram skemmtileg tónleikadagskrá í Salnum þar sem söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir, píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson fræða börnin um jazztónlist en gæta þess þó að hræða þau ekki of mikið.
 
Klukkan 14 fer fram skúlptúrsmiðja í anda hrekkjavökunnar í Gerðarsafni þar sem þátttakendur búa til hrekkjavökuskúlptúra.
 
Aðgangur í allar smiðjur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
 
Mynd: Tónleikar og skemmtilegar listsmiðjur fara fram í tilefni hrekkjavökunnar næsta laugardag.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar