Hlíðarhjalli á milli Fífuhjalla og Álfaheiði lokaður vegna malbiksfræsinga

Á morgun, föstudaginn 16. júní frá kl. 9:00 til 15:00 verður Hlíðarhjalli á milli Fífuhjalla og Álfaheiði lokaður vegna malbiksfræsinga. Hjáleiðir verða annarsvegar um Dalveg og Digranesveg og einnig er hægt að aka um Nýbýlaveg og Engihjalla. Skammvinn truflun verður á umferðarflæði um gatnamót Hlíðarhjalla og Álfaheiði á meðan vinnu þar stendur en óheft flæði verður um gatnamótin þegar vinnu við gatnamótin er lokið.

Mælst er til að íbúar við fjölbýlishúsin við Hlíðarhjalla 51-73 sýni varúð þegar aðgát ef aka þarf um framkvæmdasvæðið eða leggi bílum sínum annarsstaðar þurfi þeir að koma til eða frá íbúðum sínum á meðan framkvæmdum stendur.

Ökumenn eru beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar