Mikið fjör á IKEA festival

Það var mikið um að vera á útisvæði IKEA sl. laugardag þegar IKEA Festival fór fram. Þúsundir gesta komu við og skemmtu sér konunglega, sérstakalega yngsta kynslóðin, en m.a. heilsaði Lína langsokkur upp á káta krakka, Blaðrarinn lék listir sínar, hoppukastalar voru í boði, föndur, leikir, bolluvagn bauð upp á kjötbollur og græn-kerabollur, ávaxtasafar voru í boði og allir gátu fengið sér frostpinna.

Í versluninni var hægt að finna týnda rassálfa, snúa lukkuhjóli þar sem vinningar voru í boði. Hægt var að versla sumarvörur á lækkuðu verði og gestir gæddu sér á tilboðsréttum á veitingastað og kaffihúsi IKEA.

Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri IKEA var að sjálfsögðu mættur til að standa vaktina á IKEA FESTIVAL

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar