Malbikun á Álftanesvegi á morgun, föstudag 16. júní

  • Á morgun, föstudaginn 16. júní mun Loftorka vinna við malbikun á Álftanesvegi, frá Garðavegi að Norðurnesvegi, ef veður leyfir frá kl. 9.00 til 15.30 ef allt gengur upp. Unnið verður á einni akrein í einu og íbúum því hleypt inn og út af svæðinu, en búast má við einhverjum töfum vegna framkvæmdarinnar. Unnið er á akrein til Álftanes og hluta af Fógetatorgi. Norðurnesvegur lokaður við Eyvindarstaðarveg og umferð handstýrt í gegnum hringtorgið um Norðurnesveg. Aðkoma að Bessastöðum er lokuð, en minni bílar geta ekið eftir göngustíg meðfram hringtorgi og inn á Norðurnesveg og þaðan í burtu um Breiðmýri og Suðurnesveg.

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani. 

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar