Fyrrverandi bæjarlistamaður Kópavogs vinsæll – seldist upp á fimm fjölskyldutónleika á methraða

Uppselt varð á 30 sekúndum á tvenna fjölskyldutónleika með Herra Hnetusmjör sem haldnir verða í Salnum 4.maí næstkomandi. Í ljósi þess var ákveðið að bæta við þremur aukatónleikum sem fóru strax í sölu og seldist hratt og örugglega upp á þá. 

Það er greinilega mikil eftirspurn eftir tónleikum með Hr. Hnetusmjöri og viðtökurnar slá öll met hjá Salnum í Kópavogi.

Hr. Hnetusmjör er fyrrverandi bæjarlistamaður í Kópavogi og steig sín fyrstu spor í tónlistinni í bænum. Það er mikil ánægja og heiður að hýsa fjölskyldutónleika hans í Salnum og greinilegt að ungir sem aldnir bíða spennt eftir fjölskyldutónleikum með honum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar