Laugardaginn 29.maí milli kl. 13-16 verður Hjóladagur fjölskyldunnar haldinn hátíðlegur á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin í Kópavogi. Um árvissan viðburð Menningarhúsanna er að ræða og líkt og fyrri ár verður dagskráin stútfull af fjöri fyrir alla fjölskylduna.
Lögreglumenn frá umferðardeild koma í heimsókn
„Á hverju ári í kringum Alþjóðlega hjóladaginn, bjóðum við fjölskyldum að koma til okkar og starta hjólasumrinu. Í ár verður Dr. Bæk á staðnum og býður upp á ástandsskoðun hjóla, lögreglumenn frá umferðadeild koma í heimsókn og ræða umferðarreglurnar við yngsta hjólreiðafólkið, hjólreiðadeild Breiðabliks kynnir starfssemi sína og býður upp á hjólaæfingar, hjólafærnibraut verður sett upp og í lok dags verða BMX BRÓS með skemmtilega og adrenalínfulla BMX hjólasýningu“, segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi. „Við vonumst til að sjá sem flesta á Hjóladegi fjölskyldunnar. Gerðarsafn verður opið og svo verður hægt að grípa í góðan snæðing á Reykjavik Roasters“, bætir Elísabet Indra við. „Munum eftir hjólum, hjálmum og góða skapinu og sjáumst hress á Hjóladegi fjölskyldunnar!“
Dagskrá Hjóladags fjölskyldunnar 2021
13 – 16. Dr. Bæk ástandsskoðar hjól fjölskyldunnar.
13 – 16. Hjólafærnibraut
13 – 15. Hjólreiðadeild Breiðabliks, kynning og hjólaæfingar
13 – 15. Lögreglan kemur í heimsókn
15:15 – 16. BMX Brós sýna listir sínar
Hjóladagur fjölskyldunnar er í samstarfi við Hjólreiðadeild Breiðabliks og Hjólafærni á Ís-landi.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.