Þykir galið að þurfa að skrifa sama póstinn í 5 ár

Klara Soffía Baldursdóttir Briem hefur lagt inn erindi til umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs þar sem óskað er eftir að nefndin ræði göngutengingar í Fornahvarfi. Erindið snýr að því að tryggja öllum íbúum bæjarins viðunandi samgöngur frá heimilum sínum þar sem engin göngu- eða hjólreiðastígur, né vegkantur, hefur verið lagður meðfram Fornahvarfi en það svæði tilheyrir landi Kópavogsbæjar þó gatan sjálf liggi á landi Vatnsenda samkvæmt landmerkjum.

Vill að öllum íbúum verði tryggð viðunandi samgöngum frá heimilum sínum

Klara lagði fram eftirfarandi erindi: ,,Ég óska þess að skipulagsráð Kópavogsbæjar taki málið sem reifað er hér að neðan fyrir á fundi sínum. Málið snýr að því að Kópavogsbær tryggi öllum íbúum bæjarins viðunandi samgöngur frá heimilum sínum. Engin göngu- eða hjólreiðastígur, né vegkantur, hefur verið lagður meðfram Fornahvarfi en það svæði tilheyrir landi Kópavogsbæjar þó gatan sjálf liggi víst inn á landi Vatnsendalands samkvæmt landmerkjum (gatan er engu að síður eina akstur-og göngusleið umræddra íbúa Kópavogsbæjar). Svæðið meðfram götunni er vel rúmt og ætti því ekki að vera áskorun að bæta þar úr.

Engir göngustígar, hjólreiðastígar né vegkantur

Svæðið aldrei litið verr út

Nú er unnið að nýbyggingum á hornum Brattahvarfs, Fornahvarfs og Breiðahvarfs og hefur svæðið því aldrei litið verra út, nú er aðeins mold þar sem áður var tættur grasflötur. Við gerum aðeins kröfu um:

  1. Göngustíg fyrir börnin okkar á landi Kópavogsbæjar.
  2. Að bærinn eigi samtal við eigendur Vatnsendalands um viðhald á umræddri akstursleið.

Vill tryggja barnvænt samfélag

Að ég þurfi að rita sama póstinn í 5 ár vegna atriðis nr. 1 þykir mér galið þegar stefna bæjarins er að tryggja barnvænt samfélag,“ kemur fram í erindi Klöru.

Erindi Klöru hefur verið vísað til úrvinnslu umhverfissviðs Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar