Heimsókn frá Múmínálfafjölskyldunni á Gerðarsafn

Það var hátíðleg stund í Gerðarsafni í síðustu viku þegar fjölskylda Tove Jansson, höfundar Múmínálfanna, heimsótti sýninguna Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli en sýningin byggir meðal annars á höfundaverki Tove Jansson ásamt verkum H. C. Andersen og Astrid Lindgren þar sem sagnaheimurinn er settur í samhengi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Á myndinni eru: Íva, Vigdís Una og Lóa ásamt Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands, japanska sendiherranum Ryotaro Suzuki, Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Soffíu Karlsdóttur forstöðumanni menningarmála í Kópavogi. 

Sýningastjórar eru börn frá Íslandi, Eistlandi, Danmörku og Finnlandi. Vigdís Una, Íva og Lóa úr hópi ungra sýningastjóra tóku á móti gestum, héldu kynningu á sýningunni og sögðu frá því hvernig unnið var út frá sjávarþema sýningarinnar en leiðbeinandi ungu íslensku sýningastjóranna var Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir.

Sendiherrar Finnlands og Japans, forstjóri Norræna hússins og bæjarstjóri Kópavogs voru einnig meðal gesta og var létt og skemmtileg stemning. Sýningin er hluti af viðamiklu, alþjóðlegu verkefni sem ber heitið Vatnsdropinn og er samstarfsverkefni á milli Kópavogsbæjar, H. C. Andersen safnsins í Óðinsvéum, Múmínálfasafnsins í Tampere og Ilon‘s Wonderland í Hapsaalu og er til þriggja ára.
 
 
Hér eru nöfn gestanna sem voru á sýningunni: 
Finnski sendiherrann Ann-Sofie Stude
Japanski sendiherrann Mr. Ryotaro Suzuki,
Mrs. Sophia Jansson (frænka Tove Jansson)
Mrs. Johanna Stenback (framkvæmdastjóri viðburða Moomin Characters)
Mr. Roleff Kråkström (forstjóri Moomin Characters)
Mrs. Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins
and Mr. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri

Forsíðumynd: Myndatexti 1: Sýningastýrurnar Íva, Vigdís Una og Lóa ásamt Roleff Kråkström forstjóra Moomin Characters, Sophiu Jansson bróðurdóttur Tove Jansson og Johanna Stenback framkvæmdastjóra viðburða Moomin Characters. 


 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar