Handverkssýning félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi

Hug- og handverkssýning Félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi, Boðans, Gjábakka og Gullsmára verður haldin helgina 7.-8. maí 2022 í félagsmiðstöðinni Gjábakka (Fannborg 8).

Sýningin er sú fyrsta eftir Covid-reynsluna og munu mörg verka hennar hafa verið unnin heima, í sóttvarnareinangrun.

Það er fjölbreyttur hópur eldri borgara sem tekur þátt, en á sýningunni má m.a. sjá málverk eftir myndlistahópinn, postulín, silfursmíði, handavinna af ýmsu tagi, tréútskurður og margt fleira.

Opnunartími er 13-17 báða dagana.

Kaffi og vöfflur gestabók – gleði. Allir velkomnir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar