Leshringurinn starfað í rúm 20 ár

Leshringur Bókasafns Garðabæjar, hinn klassíski, lauk vetrarstarfi sínu á dögunum. Leshringurinn hittist tvisvar í mánuði yfir vetrartímann og fer vítt og breitt í lesefni sínu. Á haustönn voru lesin verk Guðbergs Bergssonar og úrval ástralska bókmennta en á vorönn nýlegar bækur eftir íslenska kvenrithöfunda. Leshringurinn hefur starfað í rúm 20 ár og hafa sumir meðlimir verið þátttakendur næstum frá upphafi. Oft skapast mjög líflegar og fróðlegar umræður enda er markmiðið  að eiga góðar stundir og fræðast um leið um fjölbreyttar bókmenntir og lífið og tilveruna. Á síðasta fundi fyrir sumarhlé fóru meðlimir á Te og Kaffi og nutu þar góðra veitinga. Leshringurinn hefur aftur störf 27.september og eru allir velkomnir.

Rósa Þóra Magnúsdóttir,
umsjónarmaður leshrings.  

Á síðasta fundi fyrir sumarhlé fóru meðlimir á Te og Kaffi og nutu þar góðra veitinga.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar