Grænna bókasafn í Hamraborginni

Bókasafn Kópavogs stofnaði fræsafn á aðalsafni fyrir gesti og gangandi s. l. vetur þar sem hægt er að taka fræ með heim og koma með önnur í staðinn. Hefur verkefnið gengið með eindæmum vel og lánþegar nýtt þjónustuna framar björtustu vonum. Í kjölfarið ákvað starfsfólk safnsins að planta kryddplöntum til að hafa á svölum safnsins og keyptir voru trékassar, mold og plöntur til að hafa úti í sumar. Einnig fékk safnið úthlutað reit fyrir matjurtargarð við Lindasafn og þar vex nú grænmeti sem hægt verður að uppskera seinni hluta sumars. Þar fyrir utan er búið að bæta við bókakostinn á safninu sem er í takt við þessar áherslur. Er þetta hluti af grænni vegferð Bókasafns Kópavogs og vonir standa til að þetta sé einungis fyrstu skrefin í átt að grænu og umhverfisvænu safni. Verið velkomin að kíkja við, ná í fræ og kannski eina bók um ræktun með.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar