Garðagarg er ungmennablað í Garðabæ sem María Vignir hefur unnið hörðum höndum að í
allt sumar. Blaðið vann hún í samstarfi með Skapandi Sumarstörfum í Garðabæ sem er
skemmtilegt verkefni sem bærinn hefur haldið uppi til fjölda ára. Þar gefst ungu fólki á
aldrinum 18-25 ára tækifæri til að framkvæma ýmis skapandi verkefni yfir sumartímann.
Mörg frumleg og flott verkefni hafa fæðst í þessu sumarstarfi og er Garðagarg engin
undantekning. Um er að ræða blað sem er stútfullt af greinum, viðtölum, myndaþáttum og
ljóðum, sem fléttast fallega saman við Garðabæ og hvernig ungmenni upplifa bæinn. Sem
dæmi þá tók María, ritstýra blaðsins, viðtöl við unga og upprennandi Garðbæinga, íbúa á
Ísafold og greindi náttborð víðsvegar um bæinn.
Hér fyrir neðan má sjá hvar hægt er að nálgast blaðið á Qr-kóða en það er aðgengilegt í gegnum
síðuna issuuu.com ásamt því að seld voru eintök á Lokahátíð Skapandi Sumarstarfa sem
átti sér stað á Garðatorgi 26. júlí sl.
Ekki láta þetta frábæra blað framhjá ykkur fara!