Hinsegin glæpalýður – bókaklúbbur bæjarlistamannsins

Lilja Sigurðardóttir er bæjarlistamaður Kópavogsbæjar 2023 – 2024 og mun af því tilefni bjóða upp á stórskemmtilega viðburðadagskrá sem hverfist um glæpasöguna í öllum sínum litbrigðum. Fyrsta bókakvöldið verður haldið á aðalsafni Bókasafns Kópavogs miðvikudaginn 9. ágúst og eru lesarar kvöldsins með Lilju þau Íris Tanja Flygenring og Sigursteinn Másson í samstarfi við Hinsegin daga. Verður kvöldið tileinkað hinsegin glæpasögum frá ólíkum tímum og eru öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Nánari dagskrá bókaklúbbsins má sjá á heimasíðu MEKÓ og á Facebook-síðu MEKÓ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar